Li Qiang, náinn bandamaður Xi Jinping forseta Kína, hefur verið kjörinn næsti forsætisráðherra landsins.
Li Qiang, sem var áður æðsti embættismaður Kínverska kommúnistaflokksins í Sjanghaí, tekur við embættinu af Li Keqiang. Atkvæðagreiðslan fór fram á flokksþinginu í dag og hlaut Li nánast öll 2.900 atkvæði fulltrúanna.
Li var útnefndur í embættið af bandamanni sínum og forseta Xi sem hóf í gær formlega sitt þriðja kjörtímabil í forsetastólnum.