Yfirmaður rússnesku málaliðasveitarinnar Wagner segir liðsmenn komna nálægt miðborg Bakmút, sem staðsett er í austurhluta Úkraínu.
Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu undanfarið en fyrir viku sagði Jevgení Prígosjín, sem er einn helsti fjárhagslegi bakhjarl sveitarinnar, að borgin væri svo gott sem umkringd.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), varaði við því á miðvikudaginn að borgin gæti fallið í hendur Rússa á næstu dögum.
Hernaðarsérfræðingar hafa verið gagnrýnir á ákvarðanir í tengslum við baráttuna um Bakmút en úkraínskir embættismenn halda því fram að falli borgin í hendur Rússa muni það leiða til frekari framfara Rússa til austurs.