Alvarlega særður eftir hnífsstunguárás í Olsó

Fimm hafa verið handteknir.
Fimm hafa verið handteknir. AFP

Einn er al­var­lega særður eft­ir hnífsstungu­árás í Osló, höfuðborg Nor­egs. Til­kynnt var um árás­ina rétt fyr­ir klukk­an hálf níu á staðar­tíma í gær­kvöldi. Árás­in átti sér stað í neðanj­arðarlest í borg­inni.

Norska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Fimm menn hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við árás­ina. Menn­irn­ir verða líkelga yf­ir­heyrðir af lög­reglu í dag. Málið er rann­sakað sem til­raun til mann­dráps.

Lög­regl­an greindi frá at­vik­inu á Twitter í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert