Alvarlega særður eftir hnífsstunguárás í Olsó

Fimm hafa verið handteknir.
Fimm hafa verið handteknir. AFP

Einn er alvarlega særður eftir hnífsstunguárás í Osló, höfuðborg Noregs. Tilkynnt var um árásina rétt fyrir klukkan hálf níu á staðartíma í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í neðanjarðarlest í borginni.

Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við árásina. Mennirnir verða líkelga yfirheyrðir af lögreglu í dag. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.

Lögreglan greindi frá atvikinu á Twitter í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert