Einn er alvarlega særður eftir hnífsstunguárás í Osló, höfuðborg Noregs. Tilkynnt var um árásina rétt fyrir klukkan hálf níu á staðartíma í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í neðanjarðarlest í borginni.
Norska ríkisútvarpið greinir frá.
Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við árásina. Mennirnir verða líkelga yfirheyrðir af lögreglu í dag. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.
Lögreglan greindi frá atvikinu á Twitter í gær.
#Oslo #Tøyen Politiet er på Tøyen T-bane. En person er påført stikkskader. Ukjent skadeomfang men det fremstår alvorlig. Vedkommende fraktes sykehus.
— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) March 11, 2023
Vi søker etter flere gjerningspersoner som forlot åstedet.