Berrassaðir hjólreiðamenn í Brasilíu

Berir hjólreiðamenn hjóluðu um Sao Paulo borg í gær.
Berir hjólreiðamenn hjóluðu um Sao Paulo borg í gær. AFP/Miguel Schincariol

Í Sao Pau­lo mátti sjá fjölda hjól­reiðamanna með hjálma á höfðinu – eða ekki – og ekki í neinu öðru hjóla um göt­urn­ar í dag. Hóp­ur þrjá­tíu hjól­reiðamanna ákváðu að hafa þenn­an nakta gjörn­ing til þess að vekja at­hygli á hversu viðkvæm­ir hjól­reiðamenn eru í al­mennri um­ferð.

Flest­ir hjól­reiðamenn­irn­ir á Paulista breiðstræt­inu í Sao Pau­lo voru al­veg nakt­ir en þeir hóg­vær­ari mættu þó í nær­föt­un­um. Gjörn­ing­ur­inn er liður í átaks­verk­efn­inu „Hjól­um alls­ber“ sem er ein leið hjól­reiðamanna til að vekja at­hygli á stöðu hjól­reiðafólks í um­ferðinni.

„Við erum nak­in á einni stærstu götu Rómönsku Am­er­íku og það sýn­ir að við erum ber­skjölduð fyr­ir hraðanum og of­beldi og yf­ir­gangi bíla,“ sagði All­is Bezerra, skeggjaður 41 árs ljós­mynd­ari, í sam­tali við AFP frétta­stof­una.

AFP/​Migu­el Schincari­ol

„Þessi hreyf­ing á að sýna sam­fé­lag­inu fram á hversu mik­il­væg við erum. Með því að nota hjól­in sem sam­göngu­tæki get­um við fækkað meng­andi bíl­um af göt­unni.“

Andresa Aguida, 43 ára lista­kona, lét mála skila­boðin „Um­hverf­i­s­væn­ar hjól­reiðar“ á mag­ann á sér áður en hún lagði af stað, ber­brjósta, niður Paulista Avenue.

Öku­menn liggja á flaut­unni

„Öku­menn sýna okk­ur enga virðingu þegar við erum að hjóla,“ sagði hún. „Þeir flauta og virðast vera að segja: Hreyfðu þig eða ég keyri þig niður.“

Árið 2021 voru meira en 16 þúsund hjól­reiðamenn lagðir inn á sjúkra­hús vegna um­ferðarslysa, eða að meðaltali 44 á dag, sam­kvæmt rann­sókn sam­taka um­ferðarlækna í Bras­il­íu sem var birt í júní síðastliðnum.

Átaks­verk­efnið „Hjól­um alls­ber“ mun verða með sams kon­ar gjörn­ing á göt­um Rio de Jan­eiro næsta laug­ar­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert