Eitrað fyrir hundum fyrir hundahlaup

Eitrað var fyrir hundum fyrir hundahlaup í Frakklandi.
Eitrað var fyrir hundum fyrir hundahlaup í Frakklandi. mbl.is/Shutterstock

Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú dauða þriggja hunda sem drápust fyrir hundakapphlaup. Grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir þremur hundum með kjötbollum fyrir hlaupið.

Fjórði hundurinn sem varð fyrir eitrun fyrir franska Canicross meistaramótið hefur fengið viðeigandi meðferð.

Misnotkun dýra er litin alvarlegum augum í Frakklandi og geta þeir sem eru staðnir að verki átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvistun og 30.000 evra sekt, eða því sem nemur 4,5 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert