Eitrað fyrir hundum fyrir hundahlaup

Eitrað var fyrir hundum fyrir hundahlaup í Frakklandi.
Eitrað var fyrir hundum fyrir hundahlaup í Frakklandi. mbl.is/Shutterstock

Yf­ir­völd í Frakklandi rann­saka nú dauða þriggja hunda sem dráp­ust fyr­ir hundakapp­hlaup. Grun­ur leik­ur á um að eitrað hafi verið fyr­ir þrem­ur hund­um með kjöt­boll­um fyr­ir hlaupið.

Fjórði hund­ur­inn sem varð fyr­ir eitrun fyr­ir franska Canicross meist­ara­mótið hef­ur fengið viðeig­andi meðferð.

Mis­notk­un dýra er lit­in al­var­leg­um aug­um í Frakklandi og geta þeir sem eru staðnir að verki átt yfir höfði sér tveggja ára fang­elsis­vist­un og 30.000 evra sekt, eða því sem nem­ur 4,5 millj­ón­um króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert