Ríkið ætlar ekki að bjarga Silicon Valley Bank

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. DREW ANGERER

Janet Yell­en, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna, til­kynnti í dag að banda­ríska ríkið muni ekki bjarga Silicon Valley Bank (SVB) frá gjaldþroti.

Eins og áður hef­ur verið greint frá hafa eft­ir­litsaðilar í Banda­ríkj­un­um lagt hald á eign­ir SVB eft­ir stærsta gjaldþrot banka þar í landi frá hrun­inu árið 2008.

Frétta­stofa CBS grein­ir frá.

Ekki aft­ur

Hún bætti þó við að fjár­mála­eft­ir­litið hafi áhyggj­ur af áhrif­um gjaldþrots­ins á inn­stæðueig­end­ur og unnið verði að þörf­um þeirra.

„Þegar fjár­mála­hrunið varð árið 2008 bjargaði ríkið ýms­um eig­end­um og fjár­fest­um í stór­um bönk­um en breyt­ing­ar á lög­um sem voru gerðar eft­ir það þýðir að við mun­um ekki gera það aft­ur,“ sagði Yell­en í sam­tali við CBS.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert