Saudi Aramco hagnaðist um 23 þúsund milljarða

Amin Nasser, forstjóri Aramco og Yasir al-Rumayyan stjórnarformaður Aramco.
Amin Nasser, forstjóri Aramco og Yasir al-Rumayyan stjórnarformaður Aramco. AFP

Rík­is­olíu­fé­lag Sádi-Ar­ab­íu, Saudi Aramco, var rekið með 161,1 millj­arða banda­ríkja­dala hagnaði á síðasta ári, eða því sem nem­ur 23 þúsund millj­örðum króna. Um er að ræða mesta hagnað sem fé­lagið hef­ur skilað síðan það var skráð á hluta­bréfa­markað árið 2019.

„Skort­ur á fjár­fest­ingu í okk­ar bransa er raun­veru­legt vanda­mál, þar sem við mun­um ekki kom­ast af án jarðefna­eldsneyt­is í ná­inni framtíð. Það gæti leitt til hærra eldsneytis­verðs,“ hef­ur frétta­stofa AFP eft­ir Amin Nass­er, for­stjóra Saudi Aramco. 

Þess ber að geta að Sádi-Ar­ab­ía hef­ur ein­sett sér að ná kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2060.

Am­nesty In­ternati­onal gagn­rýn­ir hagnaðinn

Verð á eldsneyti hef­ur hækkað hratt eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Am­nesty In­ternati­onal hef­ur gagn­rýnt fé­lagið harðlega þar sem notk­un jarðefna­eldsneyt­is er tal­in eiga drjúg­an þátt í hlýn­un jarðar.

„Okk­ur þykir hneyksl­an­legt að fyr­ir­tæki geti hagn­ast um 161,1 millj­arða banda­ríkja­dala á einu ári vegna sölu jarðefna­eldsneyt­is – meg­in­or­sak­ar ham­fara­hlýn­un­ar,“ er haft eft­ir Agnes Callam­ard, aðal­rit­ara mann­rétt­inda­sam­tak­anna Am­nesty In­ternati­onal, í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna.

„Það sem er enn hneyksl­an­legra, er að fyr­ir­tækið skil­ar þess­um hagnaði á kostnað stríðsástands, þar sem olíu­verð hef­ur hækkað um all­an heim vegna stríðs Rússa í Úkraínu.“

Am­nesty seg­ir hagnað Aramco vera „þann mesta sem mælst hef­ur hjá einu fyr­ir­tæki á einu ári“ og tel­ur að hagnaðinn beri að nýta til þess að standa með mann­rétt­ind­um og fjár­magna orku­skipti.

Aðrir ol­í­uris­ar skila minni hagnaði

„Aramco naut góðs af hækk­un eldsneytis­verðs árið 2022. Þetta er það sem fyr­ir­tækið er búið und­ir,“ seg­ir Robert Mogielnicki hag­fræðing­ur í sam­tali við AFP.

Ol­í­uris­arn­ir fimm, Shell, Chevr­on, Exxon­Mobil, BP og Tota­leEnergies, skiluðu yfir 150 millj­arða dala hagnaði á síðasta ári, sem hefði slegið í 200 millj­arða hefðu fyr­ir­tæk­in ekki dregið sig frá rúss­nesk­um markaði vegna efna­hagsþving­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert