Að minnsta kosti sex hafa látist í Perú vegna fellibylsins Yaku sem reið yfir landið og olli miklum flóðum í norðri.
Ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi og leitast við að koma hjálpargögnum á þau svæði sem urðu fyrir fellibylnum, að því er Guardian greinir frá.
„Fellibylurinn Yaku er mjög óvenjulegt fyrirbæri sem veldur aukinni rigningu í norðri,“ sagði César Sierra, yfirmaður almannavarna í Perú.
Almannavarnir greindu frá því að 58 manns hefðu látist frá því að regntímabilið hófst.
Dina Boluarte forseti landsins heimsótti norðurhluta Perú í gær þar vem mannúðaraðstoð var veitt á svæðum sem urðu illa úti í fellibylnum.