Sex fórust í flóðum

Íbúar ganga á milli eyðilagðra heimila í héraðinu Piura í …
Íbúar ganga á milli eyðilagðra heimila í héraðinu Piura í norðurhluta Perú. AFP/Jao Yamunaque

Að minnsta kosti sex hafa lát­ist í Perú vegna felli­byls­ins Yaku sem reið yfir landið og olli mikl­um flóðum í norðri.

Rík­is­stjórn­in hef­ur lýst yfir neyðarástandi og leit­ast við að koma hjálp­ar­gögn­um á þau svæði sem urðu fyr­ir felli­byln­um, að því er Guar­di­an grein­ir frá.

Óvenju­legt fyr­ir­bæri

„Felli­byl­ur­inn Yaku er mjög óvenju­legt fyr­ir­bæri sem veld­ur auk­inni rign­ingu í norðri,“ sagði Cés­ar Sierra, yf­ir­maður al­manna­varna í Perú.

Al­manna­varn­ir greindu frá því að 58 manns hefðu lát­ist frá því að regn­tíma­bilið hófst.

Dina Bolu­arte for­seti lands­ins heim­sótti norður­hluta Perú í gær þar vem mannúðaraðstoð var veitt á svæðum sem urðu illa úti í felli­byln­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert