Svíar fordæma dauðarefsingu yfir Habib Chaab

Chaab var dæmdur til dauða fyrir „spillingu á jörðu“ fyrir …
Chaab var dæmdur til dauða fyrir „spillingu á jörðu“ fyrir að hafa stýrt uppreisnarhópi. AFP/Majid Azad

Sví­ar for­dæma ómannúðlega dauðarefs­ingu yfir hinum sænsk-ír­anska Habib Chaab og leita frek­ari skýr­leika í mál­inu. Dauðadóm­ur yfir Chaab fyr­ir hryðju­verk var staðfest­ur af dómsvald­inu í Íran í dag.

„Dauðadóm­ur­inn er ómannúðleg og óaft­ur­kræf refs­ing og Svíþjóð, ásamt öðrum aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins, for­dæm­ir hana und­ir öll­um kring­um­stæðum,“ sagði Tobi­as Bill­strom, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, eft­ir að Hæstirétt­ur Írans staðfesti úr­sk­urð frá 6. des­em­ber.

Chaab var þá dæmd­ur til dauða fyr­ir „spill­ingu á jörðu“ fyr­ir að hafa stýrt upp­reisn­ar­hópi.

Í haldi síðan árið 2020

Hann hef­ur verið í haldi í Íran síðan í októ­ber árið 2020 eft­ir að hann hvarf í heim­sókn sinni til Tyrk­lands og rétt­ar­höld voru hald­in yfir hon­um í Tehran.

Þrátt fyr­ir ít­rekaðar beiðnir hef­ur yf­ir­völd­um í Svíþjóð ekki verið veitt­ur aðgang­ur að Chaab.

Í úr­sk­urðinum kem­ur fram að Chaab hafi verið dæmd­ur fyr­ir „stofn­un, stjórn­un og for­ystu upp­reisn­ar­hóps sem kall­ast Harakat al-Ni­dal og hönn­un og fram­kvæmd fjölda hryðju­verkaaðgerða í Khuzest­an-héraði“.

Sam­kvæmt rétt­inda­hóp­um eins og Am­nesty In­ternati­onal taka yf­ir­völd í Íran fleiri af lífi ár­lega en nokk­ur önn­ur þjóð fyr­ir utan Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert