Þessi mun bráðlega lenda í slysi!

Adja gengur yfir karl nokkurn og freistar þess þannig að …
Adja gengur yfir karl nokkurn og freistar þess þannig að lækna hann af meinum sínum. AFP/Olympia de Maismont

„Þessi þarna, í bleiku peys­unni, á eft­ir að lenda bráðlega í slysi,“ spá­ir hún án þess að blikna. „Þarna er líka maður sem kom­inn er til að rann­saka mig,“ bæt­ir hún við án þess þó að benda á viðkom­andi.

Múgur­inn, sem sam­an er kom­inn í þorp­inu Toeg­hin Peulh í Búrkína Fasó, rek­ur upp stór augu og hlust­ar í andakt á Ödju, tví­tuga konu, sem sögð er búa yfir þeirri náðar­gáfu að geta heilað fólk með at­beina and­anna.

Adja horf­ir á víxl til him­ins og á söfnuðinn fyr­ir fram­an sig. And­lit henn­ar allt í kipp­um. Hún læt­ur svo sem ekki mikið yfir sér, ber­fætt, með fléttað hár og í app­el­sínu­gul­um stutterma­bol og köfl­óttu pilsi. En veit hún hvað hún syng­ur?

Löng hefð fyr­ir heil­un

Löng hefð er fyr­ir heil­un í land­inu enda þótt marg­ir býsn­ist yfir henni. Yf­ir­völd eru líka umb­urðarlynd gagn­vart slík­um gjörn­ingi. „Hermt er að fólk blóti þess­ari hefð í sand og ösku á dag­inn en stundi hana á nótt­unni,“ seg­ir einn af aðstoðarmönn­um Ödju við full­trúa AFP-frétta­stof­unn­ar sem er á staðnum.

Adja ræðir við gest. Hún hefur mikið aðdráttarafl.
Adja ræðir við gest. Hún hef­ur mikið aðdrátt­ar­afl. AFP/​Olymp­ia de Mais­mont


Meðal þeirra sem leitað hafa til Ödju er fólk sem kveðst hafa orðið fyr­ir barðinu á ill­um önd­um. Ung kona, Fatoumata, er ein þeirra en hún missti skyndi­lega all­an mátt í fót­um. Hún lá hreyf­ing­ar­laus á jörðinni meðan Adja hellti yfir hana vígðu vatni og gekk síðan yfir hana, ber­fætt. Bæna­söng­ur viðstaddra hækkaði um eina átt­und á meðan og rann sam­an við ang­istaróp ann­ars and­set­ins fólks í hópn­um sem beið eft­ir að kom­ast að.

Get­ur ekki læknað alla

Adja gat ekki læknað Fatou­mötu, hún reis ekki á fæt­ur, en næsti skjól­stæðing­ur, sem glímdi við sama vanda, fékk bót meina sinna, að því er virt­ist, og gekk al­sæll á braut.

Fylgj­end­ur Ödju segja aðdrátt­ar­afl henn­ar ein­mitt liggja í þessu, hún geti ekki heilað alla og telji ekki eft­ir sér að viður­kenna það. Mátt­ur henn­ar nái bara ákveðið langt. Það lýsi styrk og bendi til þess að mátt­ur­inn sé ósvik­inn.

„Frægð Ödju bygg­ist á ær­leika henn­ar,“ sagði Awa Tiendre­beogo við AFP, en Adja á að hafa læknað ætt­ingja henn­ar af þrá­lát­um svima. „Við höfðum reynt all­ar mögu­leg­ar meðferðir og ekk­ert virkaði. Þá heyrðum við af Ödju og kom­um hingað.“

Nán­ar er fjallað um málið í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert