Tveimur bátum hvolfdi og átta létust

Talið er að bátarnir hafi verið ætlaðir til fíkniefnasmygls.
Talið er að bátarnir hafi verið ætlaðir til fíkniefnasmygls. AFP

Átta eru látn­ir eft­ir að tveim­ur bát­um hvolfdi skammt frá borg­inni San Diego við suður­strönd Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um í dag.

Talið er að um fíkni­efna­smygl­ara hafi verið að ræða, að sögn björg­un­araðila á staðnum.

„Við misst­um átta líf í dag,“ sagði James Gart­land, yf­ir­maður björg­un­ar­mála í San Diego, á blaðamanna­fundi í dag. 

Bætti hann við að at­vikið sé einn mesti harm­leik­ur í tengsl­um við fíkni­efna­smygl, sem sést hef­ur í San Diego og jafn­vel allri Kali­forn­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert