Tveimur bátum hvolfdi og átta létust

Talið er að bátarnir hafi verið ætlaðir til fíkniefnasmygls.
Talið er að bátarnir hafi verið ætlaðir til fíkniefnasmygls. AFP

Átta eru látnir eftir að tveimur bátum hvolfdi skammt frá borginni San Diego við suðurströnd Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag.

Talið er að um fíkniefnasmyglara hafi verið að ræða, að sögn björgunaraðila á staðnum.

„Við misstum átta líf í dag,“ sagði James Gartland, yfirmaður björgunarmála í San Diego, á blaðamannafundi í dag. 

Bætti hann við að atvikið sé einn mesti harmleikur í tengslum við fíkniefnasmygl, sem sést hefur í San Diego og jafnvel allri Kaliforníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert