Átta eru látnir eftir að tveimur bátum hvolfdi skammt frá borginni San Diego við suðurströnd Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag.
Talið er að um fíkniefnasmyglara hafi verið að ræða, að sögn björgunaraðila á staðnum.
„Við misstum átta líf í dag,“ sagði James Gartland, yfirmaður björgunarmála í San Diego, á blaðamannafundi í dag.
Bætti hann við að atvikið sé einn mesti harmleikur í tengslum við fíkniefnasmygl, sem sést hefur í San Diego og jafnvel allri Kaliforníu.