„Eitt stærsta mútu- og spillingarmál allra tíma“

Gulnara Karimova situr nú í fangelsi.
Gulnara Karimova situr nú í fangelsi. Ljósmynd/Wikipedia.org

Dótt­ir fyrr­ver­andi ein­ræðis­herra Úsbekist­an keypti fast­eign­ir í Lund­ún­um og Hong Kong fyr­ir um 240 millj­ón­ir punda, eða um 41 millj­arð ís­lenskra króna. 

BBC grein­ir frá því að söng­kon­an og diplómat­inn, Guln­ara Karimova, hafi keypt eign­irn­ar með fjár­mun­um sem feng­ust með mút­um og spill­ingu. 

Rann­sókn sam­tak­anna Freedom For Euras­ia leiddi í ljós að Karimova hafi notað end­ur­skoðenda­fyr­ir­tæki í Lund­ún­um og á Bresku Jóm­frúareyj­un­um til þess að ganga frá kaup­samn­ing­um. 

Rann­sókn á at­hæf­um Karimovu vekja upp nýj­ar efa­semd­ir um viðleitni Bret­lands til að tak­ast á við ólög­leg­an auð.

Rann­sókn­in leiddi í ljós að auðvelt hafi verið fyr­ir Karimovu að kaupa eign­irn­ar í Bretlandi sem sé „áhyggju­efni“.

Hluti af glæpa­sam­tök­um 

Islam Karimov, faðir Guln­ara, var for­seti Úsbekist­an frá ár­inu 1989 til dauðadags árið 2016. 

Á þeim tíma var Guln­ara Karimova söng­kona, rak skart­gripa­fyr­ir­tæki og gengdi embætti sendi­herra á Spáni. Árið 2014 hvarf hún hins veg­ar úr sviðsljós­inu. 

Síðar kom í ljós að hún var hand­tek­in fyr­ir spill­ingu og í des­em­ber árið 2017 var hún dæmd sek. Árið 2019 var hún send í fang­elsi fyr­ir að fylgja ekki eft­ir skil­mál­um um stofufang­elsið sem hún sætti. 

Sak­sókn­ar­ar sökuðu hana um að vera hluti af glæpa­sam­tök­um sem áttu eig­ur í tólf ríkj­um að virði eins millj­arðs Banda­ríkja­dala, þar á meðal í Bretlandi, Rússlandi og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. 

„Mál Karimovu er eitt stærsta mútu- og spill­ing­ar­mál allra tíma,“ sagði Tom Mayne, einn þeirra sem stóð að rann­sókn Freedom For Euras­ia.

Karimova og sam­starfs­menn henn­ar hafa þó nú þegar selt eitt­hvað af eign­un­um sem keypt­ar voru fyr­ir ólög­lega fjár­muni. Hún neit­ar öll­um ásök­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert