Nýjustu fylgiskannanir í Tyrklandi sýna að Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er ekki lengur talinn sigurstranglegastur í komandi kosningum þann 14. maí.
Efnahagsástandið í Tyrklandi er sagt ein helsta ástæðan að baki því að Erdogan tapi nú þeim vinsældum sem hann hafi áður haldið föstum tökum.
Þá eru íbúar í Suðaustur-Tyrklandi sagðir íhuga að rjúfa tryggð sína við flokk Erdogan, AKP.
Kemal Kilicdaroglu, forystumaður flokksins CHP, er nú orðinn að vonarstjörnu stjórnarandstöðu Tyrklands. Samkvæmt umfjöllun Reuters sýna nýjustu mælingar að Kilicdaroglu njóti að minnsta kosti tíu prósentum meira fylgis en Erdogan.
Þá sé AKP einnig á eftir flokkum stjórnarandstöðunnar þegar kemur að þingkosningunum en kosið verður til hvors tveggja þings og forsetaembættisins í maí.