Fimmtán látin vegna fellibylsins Freddy

Hér má sjá skemmdir á rafmagnsstaurum í borg í Mósambík …
Hér má sjá skemmdir á rafmagnsstaurum í borg í Mósambík eftir storminn. AFP/UNICEF/Alfredo ZUNIGA

Að minnsta kosti fimmtán eru látin eftir að fellibylurinn Freddy reið yfir Mósambík og Malaví á laugardag.

Fellibylnum fylgdi mikill vindur og rigning en mikil flóð urðu í Malaví vegna þessa. Ellefu létust þar í landi, nánar til tekið nærri borginni Blantyre.

Fjórir til viðbótar létu lífið í Mósambík en þetta er í annað sinn sem fellibylurinn lætur finna fyrir sér þar í landi. Yfirvöld segja mat á skemmdum vegna stormsins nú eiga sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert