Framlengja samning um kornútflutning

Samningurinn hafði áður verið framlengdur um 120 daga.
Samningurinn hafði áður verið framlengdur um 120 daga. AFP/Fabrice Coffrin

Rúss­ar hafa samþykkt að end­ur­nýja samn­ing um kornút­flutn­ing frá Úkraínu um Svarta­hafið um 60 daga, en nú­gild­andi samn­ing­ur renn­ur út þann 18. mars næst­kom­andi.

Ser­gei Vers­hinin, staðgeng­ill ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, til­kynnti þetta eft­ir að sam­komu­lag náðist um end­ur­nýj­un­ina í Sviss í dag.

„Rúss­ar setja sig ekki upp á móti ann­arri fram­leng­ingu á Svarta­hafs-samn­ingn­um, eft­ir að hann renn­ur út í annað sinn þann 18. mars, en aðeins í 60 daga,“ sagði Vers­hinin í yf­ir­lýs­ingu.

Upp­haf­lega náðist sam­komu­lag um kornút­flutn­ing frá Úkraínu um Svarta-hafið í lok júlí á síðasta ári og átti samn­ing­ur­inn að renna út í nóv­em­ber. Þá var hann fram­lengd­ur um 120 daga og nú hef­ur hann aft­ur verið fram­lengd­ur um 60 daga.

Úkraína er eitt helsta út­flutn­ings­land korn­met­is í heim­in­um en aðfanga­keðjur og út­flutn­ing­ur hafa trufl­ast veru­lega vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. 

Samn­ing­ur­inn, sem gerður var með aðkomu stjórn­valda í Tyrklandi og Sam­einuðu þjóðanna, hef­ur skipt sköp­um og tryggt út­flutn­ing á millj­ón­um tonna af korni og annarra land­búnaðar­vara frá úkraínsk­um höfn­um frá því í ág­úst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert