Freddy orðið tæplega hundrað manns að bana

Freddy reið yfir Mósambík um helgina en Malí snemma í …
Freddy reið yfir Mósambík um helgina en Malí snemma í morgun. AFP/UNICEF/Alfredo Zuniga

Að minnsta kosti 80 manns hafa látið lífið í Mósam­bík og Mala­ví eft­ir að felli­byl­ur­inn Fred­dy reið yfir lönd­in, en hann fór tvisvar sinn­um yfir Mósam­bík.

Að sögn Rauða kross­ins fund­ust 66 lík í dag í suður­hluta Mala­ví. Þar eru 93 slasaðir og 16 er saknað. Fjór­ir létu lífið í Mósam­bík um helg­ina vegna felli­bylj­ar­ins.

Fred­dy reið yfir Mósam­bík um helg­ina en yfir Malí snemma í morg­un.

Sögu­lega lang­líf­ur

Fred­dy varð til norðvest­an við Ástr­al­íu í byrj­un fe­brú­ar en Alþjóðaveður­mála­stofn­un­in tel­ur að felli­byl­ur­inn gæti varað lengst allra hita­belt­is­felli­bylja sem mælst hafa.

Hann fór yfir allt sunn­an­vert Ind­lands­haf og reið yfir Madaga­sk­ar 21. fe­brú­ar og fór svo til Mósam­bík 24. fe­brú­ar í fyrsta skiptið.

Þá færðist Fred­dy aft­ur í átt­ina til Madaga­sk­ar en fór svo aft­ur yfir Mósam­bík.

Í heild­ina hafa 97 manns lát­ist í felli­byln­um, 66 í Mala­ví, 14 í Mósam­bík og 17 í Madaga­sk­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert