Að minnsta kosti 80 manns hafa látið lífið í Mósambík og Malaví eftir að fellibylurinn Freddy reið yfir löndin, en hann fór tvisvar sinnum yfir Mósambík.
Að sögn Rauða krossins fundust 66 lík í dag í suðurhluta Malaví. Þar eru 93 slasaðir og 16 er saknað. Fjórir létu lífið í Mósambík um helgina vegna fellibyljarins.
Freddy reið yfir Mósambík um helgina en yfir Malí snemma í morgun.
Freddy varð til norðvestan við Ástralíu í byrjun febrúar en Alþjóðaveðurmálastofnunin telur að fellibylurinn gæti varað lengst allra hitabeltisfellibylja sem mælst hafa.
Hann fór yfir allt sunnanvert Indlandshaf og reið yfir Madagaskar 21. febrúar og fór svo til Mósambík 24. febrúar í fyrsta skiptið.
Þá færðist Freddy aftur í áttina til Madagaskar en fór svo aftur yfir Mósambík.
Í heildina hafa 97 manns látist í fellibylnum, 66 í Malaví, 14 í Mósambík og 17 í Madagaskar.