Masatoshi Ito látinn

83 þúsund Seven Eleven búðir er að finna á heimsvísu.
83 þúsund Seven Eleven búðir er að finna á heimsvísu. Ljósmynd/Colourbox

Japanski milljarðamæringurinn Masatoshi Ito, sem er þekktastur fyrir að hafa stuðlað að vexti Seven Eleven-verslana á heimsvísu, er látinn 98 ára að aldri.

Masatoshi lést þann 10. mars síðastliðinn úr elli. Þessu greinir BBC frá.

Masatoshi varð fyrst var við Seven Eleven-verslanir í kringum 1972 þegar samstarfsmaður hans, sem hafði farið tl Bandaríkjanna benti honum á þær. Árið 1974 samdi Masatoshi við bandaríska eigendur Seven Eleven og opnaði fyrstu verslunina í Japan. Síðan þá hafa þúsundir Seven Eleven-verslana hafið starfsemi og eru þær 83 þúsund talsins í dag en um fjórðungur þeirra eru staðsettar í Japan.

Í kringum 1990 eignaðist fyrirtæki Masatoshi, Ito-Yokado síðar Seven & i, meirihluta í Southland Corporation, eiganda Seven Eleven. Fyrirtækið var endurnefnt Seven & i árið 2005 eftir ásakanir um ólöglegar greiðslur til meðlima japanskra gengja en Masatoshi sagði sig úr embætti innan stjórnar fyrirtækisins vegna þessa árið 1992. Hann hélt þó sæti sem heiðursformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert