Táknræn eldflaugaskot Norður-Kóreu

Hér er útsending á fimmtudaginn þegar yfirvöld í Norður Kóreu …
Hér er útsending á fimmtudaginn þegar yfirvöld í Norður Kóreu skutu eldflaugaskoti á svipuðum slóðum og í dag. AFP/Anthony Wallace

Norður-Kórea skaut tveim­ur eld­flaug­um frá kaf­báti nokkr­um klukku­stund­um áður en Banda­rík­in og Suður-Kórea ætluðu að hefja stóra sam­eig­in­lega heræf­ingu, að því er rík­is­fjöl­miðlar greindu frá. Tíma­setn­ing skot­anna er því eng­in til­vilj­un.

Kaf­bát­ur skaut vopn­un­um úr sjón­um und­an aust­ur­strönd borg­ar­inn­ar Sin­po á sunnu­dags­morg­un, að sögn frétta­stofu KCNA. Síðasta fimmtu­dag var einnig skotið eld­flauga­skoti á svipuðum slóðum sem telja má varnaðar­tákn til Suður-Kór­eu og Banda­ríkj­anna.

Suður-kór­eski her­inn sagðist hafa upp­götvað að skotið hefði verið á loft einu eld­flaug­ar­skoti í dag, án þess að gefa upp nán­ari upp­lýs­ing­ar, að sögn Yon­hap frétta­stof­unn­ar.

KCNA sagði að æf­ing­in hefði heppn­ast vel, þar sem flaug­arn­ar hefðu hitt á þar til gerð og ótil­greind skot­mörk á hafsvæðinu und­an aust­ur­strönd Kór­eu­skag­ans.

Sam­eig­in­leg heræf­ing er stríðsyf­ir­lýs­ing

Skotið kom nokkr­um klukku­stund­um áður en Suður-Kórea og Banda­rík­in höfðu skipu­lagt að hefja stærstu sam­eig­in­legu heræf­ing­ar sín­ar síðustu fimm árin snemma mánu­dags­morg­uns. Yf­ir­völd í Norður-Kór­eu sem hafa yfir kjarn­orku­vopn­um að ráða hafa varað við því yfir að slík­ar sam­eig­in­leg­ar heræf­ing­ar verði litið á sem „stríðsyf­ir­lýs­ingu“.

Í frétt KCNA, sem greindi frá eld­flauga­skot­inu í dag, sagði að skotið hefði verið tákn „óbif­an­legr­ar af­stöðu“ Norður-Kór­eu gegn öllu her­sam­starfi Banda­ríkj­anna við Suður-Kór­eu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert