Þúsundir lækna í verkfall

Krafist betri launa í heilbrigðisgeiranum í Lundúnum í janúar síðastliðnum.
Krafist betri launa í heilbrigðisgeiranum í Lundúnum í janúar síðastliðnum. AFP/Carlos Jasso

Þúsund­ir breskra sjúkra­hús­lækna hófu þriggja daga verk­fall í morg­un vegna kröfu um hærri laun.

Þeir segja að launa­hækk­an­ir þeirra í gegn­um árin hafi verið lægri en sem nem­ur verðbólg­unni í land­inu. Miðað við það hafi laun­in þeirra í raun og veru lækkað um 26 pró­sent frá ár­inu 2008.

Lægri laun en starfs­menn kaffi­húsa

Í nýrri aug­lýs­inga­her­ferð kem­ur fram að ný­út­skrifaðir lækn­ar þéni minna en sum­ir starfs­menn kaffi­húsa.

„Pret a Man­ger hef­ur til­kynnt að það ætli að borga allt að 2.411 krón­ur á tím­ann,“ sagði í aug­lýs­ing­unni. „Lækn­ir sem er ný­kom­inn með rétt­indi þénar aðeins 2.409 krón­ur. Þökk sé rík­is­stjórn­inni get­urðu þénað meira á því að bjóða fólki upp á kaffi held­ur en að bjarga sjúk­ling­um. Í þess­ari viku ætla ung­ir lækn­ar í verk­fall til að fá greitt það sem þeir eiga skilið.“


Ung­ir lækn­ar er heiti yfir þá lækna í Bretlandi sem eru ekki sér­fræðing­ar en geta engu að síður verið með ára­tuga reynslu í starfi. Þriggja daga verk­fall þeirra sem hófst í morg­un er það lengsta sem þeir hafa farið í til þessa.

Fleiri verk­föll eru fyr­ir­huguð á miðviku­dag­inn. Hundruð þúsunda starfs­manna ætla að leggja niður störf, þar á meðal kenn­ar­ar, lest­ar­stjór­ar neðanj­arðarlesta, blaðamenn BBC og starfs­fólk há­skóla.

AFP/​Car­los Jasso
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert