Tilboð hefur verið gert í útibú Silicon Valley Bank (SVB) í Bretlandi eftir gjaldþrot bankans. Ríkisstjórn Bretlands hefur lagt allt kapp á stuðning við bresk tæknifyrirtæki sem hafa orðið fyrir áhrifum af gjaldþroti bankans. Fjárfestar í forystu, The Bank of London, hafa nú lagt fram formlegt tilboð í breska hluta bankans.
Fréttastofa BBC greinir frá.
Viðvörunarbjöllur hafa verið á lofti um að einhverjir viðskiptavina bankans gætu átt í erfiðleikum með að borga starfsfólki laun frá og með morgundeginum.
Fjármálaráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, hefur sagt að fjármálakerfi Bretlands stafi engin hætta af gjaldþroti SVB. Staðan væri hins vegar alvarlegust fyrir bresk „startup“ fyrirtæki í tæknigeiranum og lífvísindum en SVB sérhæfði sig í að fjármagna sprotafyrirtæki.