Tilboð í útibú SVB í Bretlandi

Fjárfestar í forystu, The Bank of London, hafa nú lagt …
Fjárfestar í forystu, The Bank of London, hafa nú lagt fram formlegt tilboð í breska hluta bankans. AFP/Justin Sullivan

Tilboð hefur verið gert í útibú Silicon Valley Bank (SVB) í Bretlandi eftir gjaldþrot bankans. Ríkisstjórn Bretlands hefur lagt allt kapp á stuðning við bresk tæknifyrirtæki sem hafa orðið fyrir áhrifum af gjaldþroti bankans. Fjárfestar í forystu, The Bank of London, hafa nú lagt fram formlegt tilboð í breska hluta bankans. 

Fréttastofa BBC greinir frá.

Viðvörunarbjöllur hafa verið á lofti um að einhverjir viðskiptavina bankans gætu átt í erfiðleikum með að borga starfsfólki laun frá og með morgundeginum.

Fjármálaráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, hef­ur sagt að fjármálakerfi Bretlands stafi engin hætta af gjaldþroti SVB. Staðan væri hins vegar alvarlegust fyrir bresk „startup“ fyrirtæki í tæknigeiranum og lífvísindum en SVB sér­hæfði sig í að fjár­magna sprota­fyr­ir­tæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka