Var látinn borða mýs og gullfiska

Vegglistaverk af Sanda Dia í Leuven-háskóla.
Vegglistaverk af Sanda Dia í Leuven-háskóla.

Réttað verður aft­ur yfir átján fyrr­ver­andi fé­lög­um belg­íska bræðralags­ins Reuzegom, í hinum virta Leu­ven-há­skóla, vegna dauða nem­anda við.

Nem­andinn Sanda Dia, sem var dökk­ur á hör­und, lést í kjöl­far hrotta­legr­ar busa­vígslu fé­lags­ins, en sak­born­ing­arn­ir þver­taka fyr­ir að kynþátta­hat­ur hafi átt hlut í dauða hans sam­kvæmt the Guar­di­an.

Dæmt var í mál­inu fyr­ir tæpu ári síðan en fjöl­skylda Dia áfrýjaði dómi fyrri dóm­ara, sem sagðist aðeins geta litið til at­b­urðarás­ar­inn­ar dag­inn sem Dia lést.

Aðstand­end­ur Dia krefjast þess aft­ur á móti að litið verði til allra at­b­urða busa­vígslunn­ar, þar með talið dag­ana á und­an, og að dóm­ur­inn verði þyngd­ur sam­kvæmt því.

Sakborningur og lögmaður hans mæta fyrir dómstól í dag.
Sak­born­ing­ur og lögmaður hans mæta fyr­ir dóm­stól í dag. AFP

Látn­ir neyta óhóf­legs magns af áfengi og fiskisósu

Busa­vígsl­an átti sér stað í des­em­ber 2018, þar sem Dia og tveir aðrir nem­end­ur sættu mik­illi niður­lægingu og pynt­ingu. At­höfn­in stóð yfir í fleiri daga en á síðasta deg­in­um var farið með nem­end­urna þrjá í skíðaskála í Norður-Belg­íu.

Var þeim þá gert að standa í ís­köld­um brunni í marg­ar klukkustund­ir og voru látn­ir neyta óhóf­legs magns af áfengi og fiskisósu ásamt því að borða ýms­ar ver­ur eins og mýs og gull­fiska.

Dia, sem ekki var með fyr­ir­liggj­andi heilsufarsvanda, var flutt­ur á sjúkra­hús sam­dæg­urs þar sem hann síðar fékk hjarta­stopp. Hann lést tveim­ur dög­um síðar af völd­um bólgu í heila, sem var af­leiðing óhóflegr­ar salt­neyslu.

Lögmaðurinn Sven Mary ræðir við fjölmiðla í dag fyrir réttarhöldin.
Lögmaður­inn Sven Mary ræðir við fjöl­miðla í dag fyr­ir rétt­ar­höld­in. AFP

Sungu „Kongó er okk­ar“ yfir heim­il­is­laus­um manni

Eft­ir að Dia var flutt­ur á sjúkra­hús reyndu nem­end­urn­ir að hylma yfir at­b­urðina með því að eiga við vett­vang glæps­ins og eyða ýms­um mynd­bönd­um og síma­skila­boðum, en þrátt fyr­ir það gat lög­regla end­ur­heimt öll sönn­un­ar­gögn.  

Dauðsfall Dia hef­ur hrundið af stað umræðu um kynþátta­for­dóma í há­skól­um Belg­íu eft­ir að mynd­bönd upp­götvuðust á sím­um sak­born­inganna, þar sem Reuzegom-fé­lags­menn hafa hóp­ast í kring­um svart­an heim­il­is­laus­an mann til að syngja  „Kongó er okk­ar“. 

Einn lögmaður sak­born­ing­anna sagði húðlit Dia ekki vera ástæðuna fyr­ir þeim misþyrm­ing­um sem sem hann hefði þurft að sæta. Hann sagði sak­born­ing­ana hafa verið vini Dia og að þeir hafi „ekki séð húðlit hans“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert