Von flóttafólks var mætt með táragasi

Mikill fjöldi freisti þess að komast yfir landamærin á sunnudag. …
Mikill fjöldi freisti þess að komast yfir landamærin á sunnudag. Mynd tengist frétt ekki beint. AFP

Hundruð flótta­fólks reyndu að kom­ast yfir landa­mæri Banda­ríkj­anna frá Mexí­kó á sunnu­dag. Ástæða áhlaups­ins er sögð vera orðróm­ur um „dag inn­flytj­and­ans“ en í til­efni hans hafi átt að hleypa fleira fólki yfir landa­mær­in. Niðurstaðan reynd­ist þver­öfug og var fólki mætt með tára­gasi og fjölda lög­gæslu­fólks.

Mik­il töf hef­ur verið á vinnslu um­sókna þeirra sem sækja um hæli í Banda­ríkj­un­um frá Mið-Am­er­íku og Mexí­kó. Þá hafa sum­ir beðið í sex mánuði eft­ir að geta bókað tíma hjá viðeig­andi aðilum til þess að geta sótt um hæli í Banda­ríkj­un­um.

Flýja of­beldi og fá­tækt

At­b­urður­inn á sunnu­dag er sagður hafa haf­ist á grunni orðróms um „dag inn­flytj­and­ans“ sem myndi gera fólki kleift að kom­ast yfir landa­mær­in í meiri mæli. Þá hafi mynd­bönd af brú við landa­mæri Mexí­kó og Banda­ríkj­anna, nán­ar til tekið frá borg­inni Ciu­dad Juarez í Mexí­kó til El Paso í Texas ríki, sýnt fólk hlaupa yfir landa­mæra­brú öskr­andi „til Banda­ríkj­anna.“

Mik­ill fjöldi þeirra sem reyn­ir að kom­ast yfir landa­mær­in er sagður flýja of­beldi og mikla fá­tækt á heima­slóðum. Um það bil tvö hundruð þúsund manns gera til­raun til þess að kom­ast yfir landa­mær­in til Banda­ríkj­anna frá Mexí­kó í hverj­um mánuði.

Aukn­ar heim­ild­ir landa­mæla­varða

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um hafa reynt að fæla fólk frá því að mæta að landa­mær­un­um án þess að sækja um málsmeðferð fyrst. Landa­mæra­verðir hafa nú aukna heim­ild til þess að vísa fólki frá á landa­mær­un­um.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur áður lofað því að veita flótta­fólki hæli og binda enda á mikla notk­un fanga­geymsla landa­mæra­eft­ir­lits­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert