Vopnainnflutningur til Evrópu tvöfaldaðist

Úkraínskir hermenn skammt frá Bakhmút í Dónetsk-héraði í Úkraínu.
Úkraínskir hermenn skammt frá Bakhmút í Dónetsk-héraði í Úkraínu. AFP/Sergei Shestak

Vopnainn­flutn­ing­ur til Evr­ópu næst­um tvö­faldaðist á síðasta ári. Aðalástæðan fyr­ir því er mik­ill inn­flutn­ing­ur til Úkraínu, sem er orðinn þriðji stærsti áfangastaður­inn þegar kem­ur að vopn­um.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Alþjóðlegu friðar­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar í Stokk­hólmi (SIPRI).

Rúss­ar réðust inn í Úkraínu í fe­brú­ar í fyrra og síðan þá hafa harðir bar­dag­ar verið háðir í land­inu.

Pól­land og Nor­eg­ur kaupa fleiri vopn

Inn­flutn­ing­ur vopna til Evr­ópu jókst um 93 pró­sent á milli ára. Hann hef­ur einnig auk­ist vegna meiri hernaðarút­gjalda evr­ópskra þjóða á borð við Pól­land og Nor­eg.

Bú­ist er við því að vopnainn­flutn­ing­ur til Evr­ópu muni aukast enn frek­ar.

Ef Úkraína er ekki tek­in með í reikn­ing­inn jókst inn­flutn­ing­ur­inn þrátt fyr­ir það um 35 pró­sent á síðasta ári, að því er seg­ir í skýrsl­unni.

Þriðja mesta magn vopna í heim­in­um er nú flutt inn til Úkraínu. Aðeins Kat­ar og Ind­land standa evr­ópsku þjóðinni fram­ar í þess­um efn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert