Barist um „sérhvern metra“

Málaliði í Wagner-hópnum við Bakhmút-borg.
Málaliði í Wagner-hópnum við Bakhmút-borg. AFP/Sergey Shestak

Málaliðar Wagner-hóps­ins gerðu í gær harða hríð að varn­ar­stöðum Úkraínu­hers í miðborg Bak­hmút-borg­ar. Sagði Úkraínu­her að árás­ar­sveit­ir Wagner-liða hefðu reynt áhlaup frá nokkr­um hliðum til að reyna að kom­ast í gegn­um varn­ir sín­ar, og að varn­ar­liðinu hefði tek­ist að valda um­tals­verðu mann­tjóni.

Jev­gení Prigosjín, stofn­andi Wagner-hóps­ins, sagði í gær að lið sitt ætti nú í hörðum bar­dög­um í Bak­hmút.

„Ástandið í Bak­hmút er erfitt, mjög erfitt. Óvin­ur­inn berst um sér­hvern metra,“ sagði Prigosjín á sam­fé­lags­miðlum sín­um.

„Því nær sem við nálg­umst miðborg­ina, því erfiðari verða bar­dag­arn­ir og því meiri stór­skota­hríð er,“ sagði hann jafn­framt og bætti við að Úkraínu­menn væru að senda mikið varalið til orr­ust­unn­ar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert