Barist um „sérhvern metra“

Málaliði í Wagner-hópnum við Bakhmút-borg.
Málaliði í Wagner-hópnum við Bakhmút-borg. AFP/Sergey Shestak

Málaliðar Wagner-hópsins gerðu í gær harða hríð að varnarstöðum Úkraínuhers í miðborg Bakhmút-borgar. Sagði Úkraínuher að árásarsveitir Wagner-liða hefðu reynt áhlaup frá nokkrum hliðum til að reyna að komast í gegnum varnir sínar, og að varnarliðinu hefði tekist að valda umtalsverðu manntjóni.

Jevgení Prigosjín, stofnandi Wagner-hópsins, sagði í gær að lið sitt ætti nú í hörðum bardögum í Bakhmút.

„Ástandið í Bakhmút er erfitt, mjög erfitt. Óvinurinn berst um sérhvern metra,“ sagði Prigosjín á samfélagsmiðlum sínum.

„Því nær sem við nálgumst miðborgina, því erfiðari verða bardagarnir og því meiri stórskotahríð er,“ sagði hann jafnframt og bætti við að Úkraínumenn væru að senda mikið varalið til orrustunnar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert