Einn fórst í flugskeytaárás Rússa

Íbúi Kramatorsk leitar eiga sinna undir rústum í kjölfar enn …
Íbúi Kramatorsk leitar eiga sinna undir rústum í kjölfar enn annarrar flugskeytaárásar í borginni. AFP

Flug­skeyta­árás sem lenti á fjöl­mörg­um íbúðabygg­ing­um í úkraínsku borg­inni Kramatorsk í morg­un varð ein­um að bana og þrír aðrir eru særðir. Frá þessu greindi Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti á Face­book-síðu sinni í morg­un.

„Rúss­neskt flug­skeyti lenti í miðbæ borg­ar­inn­ar,“ sagði Selenskí og bætti við að sex bygg­ing­ar hefðu eyðilagst í árás­inni. „Að minnsta koti þrír slösuðust. Einn dó.“

Selenskí deildi mynd­bandi frá árás­inni sem sýn­ir lög­reglu og björg­un­ar­sveit­ir að störf­um fyr­ir fram­an hálf­eyðilagt þriggja hæða múr­steins­hús.

„Þetta illa ríki held­ur áfram að herja á óbreytta borg­ara,“ sagði for­set­inn og bætti við að björg­un­araðgerðir séu í full­um gangi.

Kramatorsk er staðsett í aust­an­verðu Do­netsk-héraði. Héraðið hef­ur að hluta til verið und­ir stjórn aðskilnaðarsinna síðan árið 2014. Stærsta borg héraðsins er und­ir stjórn þeirra en rúss­nesk stjórn­völd hafa lýst yfir stuðningi við aðskilnaðarsinn­ana.

Rúss­neskt stjórn­völd ætla sér að ná völd­um yfir öllu héraðinu, enda lýstu þau yfir að það væri hluti af Rússlandi við upp­haf inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu.

Snemma í fe­brú­ar voru þrír drepn­ir og tutt­ugu særðust í árás á íbúðabygg­ingu í borg­inni.

Í apríl í fyrra dóu 60 al­menn­ir borg­ar­ar í árás á lest­ar­stöð borg­ar­inn­ar. Þeir sem lét­ust voru á flótta og er árás­in tal­in vera ein sú mann­skæðasta síðan stríðið hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert