Fundinn eftir hálft ár í felum

Hermaður fannst í felum eftir sex mánuði í Karkív. Hann …
Hermaður fannst í felum eftir sex mánuði í Karkív. Hann segist hafa verið þar síðan Rússar lögðu svæðið undir sig. Ljósmynd/Lögreglan í Karkív

Rúss­nesk­ur hermaður sem hef­ur verið í fel­um í Karkív-héraði síðastliðna sex mánuði hef­ur verið hneppt­ur í varðhald, að sögn lög­reglu­yf­ir­valda í Úkraínu.

Frá þessu grein­ir breska rík­is­út­varpið, BBC.

Hermaður­inn, sem er 42 ára gam­all, var stöðvaður af úkraínsk­um her­mönn­um við borg­ina Kúpí­ansk í gær.

Úkraínu­menn náðu Karkív aft­ur á sitt vald í sept­em­ber eft­ir að Rúss­ar höfðu lagt borg­ina und­ir sig.

Rúss­neski hermaður­inn sagði við lög­regl­una í Karkív að hann hefði falið sig í mann­laus­um bygg­ing­um síðan Úkraína náði aft­ur völd­um í borg­inni. 

Maðurinn sem fannst í felum verður yfirheyrður áfram af lögreglu.
Maður­inn sem fannst í fel­um verður yf­ir­heyrður áfram af lög­reglu. Ljós­mynd/​Lög­regl­an í Karkív

Maður­inn var ekki klædd­ur her­bún­ingi en lög­regl­an í Karkív komst að því að hann væri í rúss­neska hern­um og ætti lög­heim­ili í ná­grenni Moskvu, höfuðborg­ar Rúss­lands. 

Marg­ar orr­ust­ur hafa farið fram á Karkív-svæðinu síðan inn­rás­in hófst. Nokkr­um íbú­um á svæðinu var ný­lega gert að yf­ir­gefa svæðið af úkraínsk­um stjórn­völd­um vegna „óstöðugs ör­ygg­is­ástands“ sök­um árása rúss­neskra her­sveita. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert