Pútín og Assad funda um samstarf

Vladimir Pútín ásamt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.
Vladimir Pútín ásamt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. AFP

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hyggst ræða við Bash­ar al-Assad, leiðtoga Sýr­lands, í op­in­berri heim­sókn hans sem hófst í dag. 

Í til­kynn­ingu frá yf­ir­völd­um í Kreml kem­ur fram að leiðtog­arn­ir muni ræða áfram­hald­andi sam­starf land­anna á fund­in­um og muni sam­ræðurn­ar snerta á ýmsu þar á meðal stjórn­mála-, viðskipta-, efna­hags- og mannúðar­mál­um.

Einnig eru áform um að leiðtog­arn­ir ræði lausn­ir á ríkj­andi ástandi í og í kring­um Sýr­land en fund­ur Assad og Pútín er ein­mitt á tólf ára af­mæli borg­ara­styrj­ald­ar­inn­ar sem braust út í mars 2011 í Sýr­landi.

Átök­in hóf­ust eft­ir að Assad beitti valdi gegn stjórn­ar­and­stæðing­um sín­um, sem mót­mæltu kúg­un og spill­ingu rík­i­s­tjórn­ar hans. Rúss­land og Sýr­land hafa lengi verið banda­menn og gerði Rúss­land til að mynda loft­árás­ir í Sýr­landi sem bein­dust að stjórn­ar­and­stæðing­um Assad árið 2015. 

Borg­ara­styrj­öld­in í Sýr­landi hef­ur kostað um 500 þúsund manns­líf. Millj­ón­ir hafa verið knún­ir til að flýja heim­ili sín vegna átak­anna og hef­ur fjöldi fólks á flótta í heim­in­um ekki verið meiri síðan í seinni heimstyrj­öld.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert