Rússnesk þota í árekstri við bandarískan dróna

Dróni af gerðinni MQ-9 Reaper rakst á rússneska orrustuþotu yfir …
Dróni af gerðinni MQ-9 Reaper rakst á rússneska orrustuþotu yfir Svartahafi. Ljósmynd/Wikipedia.org/Leslie Pratt

Rúss­nesk orr­ustuþota lenti í árekstri við banda­rísk­an dróna yfir Svarta­haf­inu þegar tvær rúss­nesk­ar þotur flugu til móts við hann, að sögn banda­ríska flug­hers­ins í alþjóðlegu loft­rými þar sem drón­inn hafi verið í reglu­bund­inni aðgerð á flugi sínu.

Drón­inn hrapaði til jarðar og eyðilagðist og hef­ur banda­ríski her­inn gefið það út að hátt­semi rúss­nesku flug­mann­anna hafi verið „háska­leg og ófag­leg“ og hefði getað valdið brot­lend­ingu annarr­ar þot­unn­ar um leið.

Banda­ríkja­menn og banda­menn þeirra munu halda áfram aðgerðum sín­um á svæðinu kem­ur enn frem­ur fram í boðum hers­ins en rúss­nesk stjórn­völd hafa enn ekki tjáð sig um at­vikið.

„MQ-9-flug­f­ar okk­ar var við venju­bundna aðgerð í alþjóðlegu loft­rými þegar rúss­nesk flug­fél flaug til móts við það og á það með þeim af­leiðing­um að MQ-9-farið hrapaði og er gjör­ónýtt,“ er haft eft­ir James Hecker, hers­höfðingja í banda­ríska flug­hern­um.

BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert