Samstarf AUKUS sækir í sig veðrið vegna framgangs Kína

Hér má sjá Albanese, Biden og Sunak á AUKUS kynningunni …
Hér má sjá Albanese, Biden og Sunak á AUKUS kynningunni í Kaliforníu. AFP/JIM WATSON

Af­hend­ingu kaf­báta vegna varn­ar­sam­starfs Ástr­al­íu, Bret­lands og Banda­ríkj­anna, kallað AUKUS hef­ur verið flýtt. Mik­il spenna er á milli Kína og Banda­ríkj­anna um þess­ar mund­ir en eitt af mark­miðum AUKUS er að svara aukn­um um­svif­um Kína hvað varðar sjó­hernað.

Í gær kynnti Joe Biden, Banda­ríkja­for­seti breyt­ingu á tíma­línu af­hend­ingu fyrstu kaf­báta AUKUS sam­starfs­ins til Ástr­al­íu. For­sæt­is­ráðherr­ar Bret­lands og Ástr­al­íu, Ris­hi Sunak og Ant­hony Al­banese voru einnig viðstadd­ir. CNN grein­ir frá þessu.

Knún­ir af kjarn­orku en beri ekki kjarn­orku­vopn

Kaf­bát­arn­ir munu merkja aukn­ar varn­ir í Kyrra­hafi en áætlað er að fyrsta send­ing kaf­báta frá Banda­ríkj­un­um, sem mun inni­halda þrjá tals­ins, muni koma á áfangastað árið 2032. Þá bæt­ist bresk­ir kaf­bát­ar einnig við á ár­un­um 2040 til 2050.

Kaf­bát­arn­ir munu geta borið alls kyns búnað svo sem tund­ur­skeyti og stýrif­laug­ar ásamt áhöfn­um og herliði.

Kín­versk stjórn­völd eru sögð hafa viðrað áhyggj­ur af því að kjarn­orku­vopn muni vera um borð í kaf­bát­un­um en AUKUS sam­starfið hafi blásið á þær ásak­an­ir. Ein­hverj­ir kaf­bát­anna muni þó vera knún­ir af kjarn­orku. Þá mót­mæli Kín­verj­ar þróun þessa sam­starfs og segi hana upp­fulla af viðhorfi frá tím­um Kalda stríðsins.

Þegar breytt áætl­un AUKUS var til­kynnt lýsti Sunak yfir áhyggj­um sín­um vegna fram­gangs Kína, Norður-Kór­eu og Íran og sagði mik­il­vægt að styrkja varn­ir eig­in þjóða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert