Þingmaður rekinn fyrir að mæta ekki til vinnu

Higashitani hefur birt umdeild myndskeið á Youtube undir nafninu GaaSyy.
Higashitani hefur birt umdeild myndskeið á Youtube undir nafninu GaaSyy. Ljósmynd/Wikipedia.org

Japönsk Youtu­be-stjarna sem gerðist þingmaður hef­ur verið leyst frá störf­um fyr­ir að hafa aldrei mætt til vinnu. 

BBC grein­ir frá því að Yos­hikazu Higashit­ani hafi verið leyst­ur frá störf­um sem þingmaður jap­anska þings­ins, en hann hafði aldrei stigið niður fæti þar.

Higashit­ani var kjör­inn á þingið fyr­ir sjö mánuðum og ekki verið viðstadd­ur einn ein­asta þing­fund. 

Aga­nefnd þings­ins rak þing­mann­inn en það hef­ur ein­ung­is gerst tvisvar sinn­um áður síðan 1950. Þá er þetta í fyrsta sinn sem þingmaður er rek­inn fyr­ir að mæta ekki til vinnu.

Ótt­ast að verða hand­tek­inn

Higashit­ani hef­ur birt um­deild mynd­skeið á Youtu­be und­ir nafn­inu GaaSyy og er talið að hann búi í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. 

Í síðustu viku krafðist þingið að Higashit­ani kæmi til Tókýó og bæðist form­lega af­sök­un­ar í þing­inu. Hann mætti hins veg­ar ekki.

Í staðinn birti hann mynd­skeið á Youtu­be þar sem hann sagðist ætla gefa fórn­ar­lömb­um jarðskjálft­anna í Tyrklandi í fe­brú­ar laun sín. 

Higashit­ani hef­ur neitað að mæta á þingið þar sem hann ótt­ast að verða hand­tek­inn vegna ásak­ana um svik og ærumeiðing­ar frægra ein­stak­linga sem hann hef­ur gert mynd­skeið um.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert