Velskir vinir 170 milljónum ríkari

Götumynd frá velska bænum Merthyr Tydfil í suðurhluta landsins. Þrír …
Götumynd frá velska bænum Merthyr Tydfil í suðurhluta landsins. Þrír vinir þar unnu milljónir í lottóinu eftir að hafa stofnað lottóklúbb í háskólanámi sínu að áeggjan kennara. Ljósmynd/Wikipedia.org/Jonathan Billinger

Þrjá velska vini á þrítugs­aldri, þá Alex Gwynne, Dan Phillips og Kyle Bowen frá bæn­um Mert­hyr Tyd­f­il í Suður-Wales, óraði ekki fyr­ir því þegar þeir stofnuðu lottó­klúbb í há­skól­an­um fyr­ir sex árum að einn dag­inn félli sá stóri þeim í skaut.

Það var Gwynne sem annaðist miðakaup­in fyr­ir hönd klúbbs­ins föstu­dag­inn 3. fe­brú­ar og sagði hann breska rík­is­út­varp­inu BBC að hann hefði verið sem steini­lost­inn þegar hann bar töl­ur klúbbs­ins sam­an við þær sem dregn­ar voru út og áttaði sig á því að þeir fé­lag­ar voru millj­ón pund­um rík­ari, jafn­v­irði 170,7 millj­óna ís­lenskra króna.

Byrjaði með gríni kenn­ara

„Vinn­ing­ur­inn gæti ekki hafa komið á betri tíma fyr­ir okk­ur alla núna þegar við sigl­um hraðbyri inn í full­orðins­lífið,“ seg­ir Gwynne við BBC. „Við erum all­ir að koma okk­ur fyr­ir og gera lang­tíma­áætlan­ir fyr­ir framtíðina, staðan er dá­lítið önn­ur núna en þegar við stofnuðum lottó­klúbb­inn, það er á hreinu,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Hvat­inn að stofn­un lottó­klúbbs­ins var þegar hóp­ur ár­inu á und­an þeim í skól­an­um vann 5.000 pund í breska lottó­inu og einn kenn­ara þeirra grínaðist þá með að nem­end­urn­ir þyrftu nú að stofna eig­in klúbb. Vin­irn­ir þrír tóku hann á orðinu og unnu eitt skiptið 550 pund, and­virði tæpra 94.000 króna að nú­v­irði, en það var ekki fyrr en nú í fe­brú­ar sem lottó­dís­irn­ar brostu við þeim og færðu þeim 170 millj­ón­ir gegn­um gamla lottó­fé­lags­skap­inn frá skóla­ár­un­um.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert