Bandaríkin láti af „fjandsamlegu“ flugi

Bandarískur dróni af tegundinni MQ-9 Reaper á flugi á æfingasvæði …
Bandarískur dróni af tegundinni MQ-9 Reaper á flugi á æfingasvæði árið 2020. AFP

Sendi­herra Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um hef­ur hvatt banda­rísk stjórn­völd til láta af „fjand­sam­legu“ flugi skammt frá landa­mær­um Rúss­lands.

Rúss­nesk herþota stöðvaði í gær banda­rísk­an dróna yfir Svarta­hafi með þeim af­leiðing­um að hann brot­lenti.

„Við bú­umst við því að Banda­rík­in hætti frek­ari vanga­velt­um í fjöl­miðlum og stöðvi alla flug­um­ferð skammt frá rúss­nesku landa­mær­un­um,“ skrifaði sendi­herr­ann Anta­olí Ant­onov á Tel­egram.

„Við lít­um á all­ar aðgerðir sem gripið er til með banda­rísk­um vopn­um sem fjand­sam­leg­ar.“

Rúss­neska herþotan lét eldsneyti falla á drón­ann og rakst síðan á hann sem varð til þess að drón­inn hrapaði til jarðar, að sögn banda­ríska hers­ins sem bætti við að hátt­sem­in hefði verið „háska­leg“.

Banda­ríkja­menn og banda­menn þeirra í Evr­ópu greindu frá því í gær að tvær rúss­nesk­ar þotur af gerðinni Su-27 hefðu stöðvað hinn ómannaða dróna, MQ-9 Rea­per yfir alþjóðlegu hafsvæði.

Anatolí Antonov.
Anatolí Ant­onov. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert