Sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum hefur hvatt bandarísk stjórnvöld til láta af „fjandsamlegu“ flugi skammt frá landamærum Rússlands.
Rússnesk herþota stöðvaði í gær bandarískan dróna yfir Svartahafi með þeim afleiðingum að hann brotlenti.
„Við búumst við því að Bandaríkin hætti frekari vangaveltum í fjölmiðlum og stöðvi alla flugumferð skammt frá rússnesku landamærunum,“ skrifaði sendiherrann Antaolí Antonov á Telegram.
„Við lítum á allar aðgerðir sem gripið er til með bandarískum vopnum sem fjandsamlegar.“
A Russian military jet struck the propeller of an American reconnaissance drone over the Black Sea on Tuesday, causing its loss in international waters, U.S. officials said. Russia denied that the jet made contact. https://t.co/OAXAEoxe3P pic.twitter.com/7IqQUs4PfH
— The New York Times (@nytimes) March 14, 2023
Rússneska herþotan lét eldsneyti falla á drónann og rakst síðan á hann sem varð til þess að dróninn hrapaði til jarðar, að sögn bandaríska hersins sem bætti við að háttsemin hefði verið „háskaleg“.
Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu greindu frá því í gær að tvær rússneskar þotur af gerðinni Su-27 hefðu stöðvað hinn ómannaða dróna, MQ-9 Reaper yfir alþjóðlegu hafsvæði.