Bandaríkin láti af „fjandsamlegu“ flugi

Bandarískur dróni af tegundinni MQ-9 Reaper á flugi á æfingasvæði …
Bandarískur dróni af tegundinni MQ-9 Reaper á flugi á æfingasvæði árið 2020. AFP

Sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum hefur hvatt bandarísk stjórnvöld til láta af „fjandsamlegu“ flugi skammt frá landamærum Rússlands.

Rússnesk herþota stöðvaði í gær bandarískan dróna yfir Svartahafi með þeim afleiðingum að hann brotlenti.

„Við búumst við því að Bandaríkin hætti frekari vangaveltum í fjölmiðlum og stöðvi alla flugumferð skammt frá rússnesku landamærunum,“ skrifaði sendiherrann Antaolí Antonov á Telegram.

„Við lítum á allar aðgerðir sem gripið er til með bandarískum vopnum sem fjandsamlegar.“

Rússneska herþotan lét eldsneyti falla á drónann og rakst síðan á hann sem varð til þess að dróninn hrapaði til jarðar, að sögn bandaríska hersins sem bætti við að háttsemin hefði verið „háskaleg“.

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu greindu frá því í gær að tvær rússneskar þotur af gerðinni Su-27 hefðu stöðvað hinn ómannaða dróna, MQ-9 Reaper yfir alþjóðlegu hafsvæði.

Anatolí Antonov.
Anatolí Antonov. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert