Ellefu látin eftir gassprenginu í Kólumbíu

Hér má sjá viðbragðsaðila að störfum við námuna.
Hér má sjá viðbragðsaðila að störfum við námuna. AFP

Gasspreng­ing varð í sex sam­tengd­um nám­um í Sutatausa í Kól­umb­íu í gær. Sutatausa er minna en hundrað kíló­metr­um frá Bógóta, höfuðborg Kól­umb­íu. Að minnsta kosti ell­efu eru lát­in og tíu sátu föst í námun­um eft­ir spreng­ing­una.

Reu­ters grein­ir frá.

Þau sem föst eru í námun­um eru á um það bil sjö hundruð til níu hundruð metra dýpi. Tveim­ur af þeim tíu sem sátu föst hef­ur þegar verið bjargað en sjö sluppu úr námunni án aðstoðar. Meira en hundrað viðbragðsaðilar unnu að björg­un­araðgerðunum.

AFP grein­ir frá því að 148 hafi látið lífið í námu­slys­um í Kól­umb­íu árið 2021 en gas og kol sem kem­ur úr nám­um eru tvær helstu út­flutn­ings­vör­ur lands­ins.

Greint er frá því að námu­slys séu al­geng­ust í ólög­leg­um nám­um þar í landi vegna lít­ill­ar áherslu á ör­yggi verka­manna en nám­an Sutatausa er sögð lög­leg. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert