Geislavirkt hylki týnt í Taílandi

Hylkið inniheldur stórhættuleg geislavirk efni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hylkið inniheldur stórhættuleg geislavirk efni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Taí­lensk yf­ir­völd leita nú að stál­hylki sem týnd­ist úr kola­knú­inni orku­virkj­un í héraðinu Prachinburi. Hylkið inni­held­ur stór­hættu­leg geisla­virk efni og varað er við beinni snert­ingu við hlut­inn.

Starfs­fólk orku­virkj­un­ar­inn­ar til­kynnti á föstu­dag­inn að hylkið hefði ekki fund­ist í reglu­legri at­hug­un. Hylkið inni­held­ur efnið Sesín-137, sem er afar geisla­virkt en ekki hef­ur verið gefið upp hversu mikið af efn­inu er í hylk­inu

Stál­hylkið er sí­valn­ingslagað, 30 sentí­metr­ar á lengd, þrett­án sentí­metr­ar á breidd og 25 kíló.

Kittip­h­an Chit­pent­ham, eig­andi virkj­un­ar­inn­ar, seg­ir að um helg­ina hafi ekki náðst að finna hylkið. Hann tel­ur hylkið hafa dottið af vegg­fest­ing­um sem héngu í 20 metra hæð en mæl­ing­ar á geisl­un á svæðinu gefa til kynna að búið sé að taka hylkið af land­ar­eign­inni.

„Við erum við biðja fólk á svæðinu um að hjálpa okk­ur við að finna það,“ seg­ir Narong Nakornj­inda, bæj­ar­stjóri Prachinburi, í sam­tali við AFP.

Hylkið er notað til mæl­inga á gufuþrýst­ingi í orku­veit­unni en Sesín-137 gæti ollið krabba­meini eða öðrum al­var­leg­um veik­ind­um, skyldi maður kom­ast í beina snert­ingu við það.

Yf­ir­völd hafa varað við því að opna hylkið og hafa lýst yfir að virkj­un­in skoði upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um sín­um til þess að finna þann sem tók hylkið. 

Svipað at­vik gerðist í Ástr­al­íu í janú­ar, þegar kjarn­orku­hlaðið hylki datt af flutn­inga­bíl á þjóðvegi í óbyggðum Ástr­al­íu og fannst ekki fyrr en tveim­ur vik­um seinna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka