Herða viðbúnað við bænahús

Lögreglan í Vínarborg. Mynd úr safni.
Lögreglan í Vínarborg. Mynd úr safni. AFP

Lög­regl­an í Aust­ur­ríki hef­ur hert ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir vegna upp­lýs­inga leyniþjón­ust­unn­ar um mögu­leg áform hóps jí­hadista um hryðju­verka­árás í Vín­ar­borg. Frá þessu grein­ir lög­regl­an á Twitter.

Upp­haf­lega var varað við hót­un­um um árás­ir á kirkj­ur borg­ar­inn­ar, en lög­regl­an hef­ur nú greint frá því að hót­un­in eigi einnig við um bæna­hús annarra trú­ar­fé­laga og hef­ur viðbúnaðarstig við öll bæna­hús borg­ar­inn­ar verið aukið í kjöl­farið.

Lög­regla búin skot­held­um vest­um og árás­arrifl­um 

Lög­regla borg­ar­inn­ar er nú í viðbragðstöðu við bæna­hús og mun senda út viðvar­an­ir ber­ist henni upp­lýs­ing­ar um aukna hættu á ákveðnum stöðum.

Talsmaður lög­regl­unn­ar seg­ir í sam­tali við Radio Wien að lög­regl­an sé búin skot­held­um hjálm­um, vest­um og árás­arriffl­um og sinni nú eft­ir­litsaðgerðum í borg­inni.

Einnig hef­ur lög­regl­an biðlað til al­menn­ings að birta ekki mynd­ir af viðbúnaði lög­reglu.

Fjór­ir lét­ust árið 2020

Fjór­ir lét­ust og 23 særðust í hryðju­verka­árás í borg­inni árið 2020, af völd­um árás­ar­manns­ins Kujtim Fejzulai, sem áður hafði reynt að ganga til liðs við sam­tök­in Ríki íslams. Hann var skot­in til bana af lög­regl­unni á staðnum.

Í fe­brú­ar felldi dóm­stóll dóm yfir fjór­um meint­um vitorðsmönn­um Fejzulai, en tveir þeirra voru dæmd­ir í lífstíðarfang­elsi og hinir tveir í 19 og 20 ára fang­elsi.

Í kjöl­far árás­ar­inn­ar 2020 voru samþykkt ströng lög gegn hryðju­verk­um, en þau hafa verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir að heim­ila aukið eft­ir­lit með óbreytt­um borg­ur­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka