Keppast um að verða fyrstir að drónanum

Hér má sjá MQ-9 Repaer dróna sem er í eigu …
Hér má sjá MQ-9 Repaer dróna sem er í eigu franska hersins. AFP/PHILIPPE LOPEZ

Rúss­ar hyggj­ast nú reyna að sækja banda­rísk­an dróna sem féll í Svarta­haf. Rúss­ar hafa verið sakaðir um það að fljúga herþotu á drón­ann og með því stækka átaka­svæðið vegna stríðsins í Úkraínu. Um leið reyna Banda­ríkja­menn að koma í veg fyr­ir að drón­inn kom­ist í hend­ur Rússa.

Haft er eft­ir yf­ir­manni ör­ygg­is­ráðs Rússa, Níkólaí Patrú­sj­ev, að nauðsyn­legt sé að ná í drón­ann og verja sjálf­stæði Rúss­lands. Þá sé flug drón­ans sönn­un þess að Banda­ríkja­menn taki þátt í átök­un­um í Úkraínu.

Eldsneyti yfir drón­ann

Banda­ríski her­inn hef­ur sagt at­hæfi Rússa í háloft­un­um vera háska­legt og ófag­legt. Árekst­ur þot­unn­ar við drón­ann hefði getað orðið til þess að þotan myndi hrapa.

Þá halda Banda­ríkja­menn því fram að drón­inn, sem er af gerðinni MQ-9 Rea­per, hafi verið að sinna venju­bundn­um aðgerðum yfir alþjóðlegu hafsvæði. MQ-Rea­per drón­ar geta borið flug­skeyti og leys­i­stýrðar sprengj­ur.

Her­inn seg­ir rúss­nesku herþot­una hafa látið eldsneyti rigna á drón­ann og síðan rek­ist á hann með þeim af­leiðing­um að hann hrapaði í Svarta­haf.

„At­vikið með banda­ríska drón­ann MQ-9 Rea­per sem Rúss­ar ögruðu yfir Svarta­hafi sýn­ir að Pútín er til­bú­inn að víkka út deil­una og fá fleiri að borðinu,“ seg­ir Oleksí Danílov, ráðherra þjóðarör­ygg­is- og varn­ar­mála í Úkraínu, um málið í yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlum.

„Til­gang­ur­inn með þessu at­hæfi er að auka hættu­stigið,“ bæt­ir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert