Jiang Yanyong, fyrrverandi skurðlæknir í hernum sem ljóstraði upp um tilraunir kínverskra stjórnvalda til að þegja um Sars-faraldurinn árið 2003, er látinn, 91 árs gamall.
Jiang lést af völdum lungabólgu í Peking, höfuðborg Kína, á laugardaginn, að því er BBC greindi frá.
Whistleblower doctor Jiang Yanyong who exposed China's Sars cover-up dies https://t.co/PJyw9yiMiG
— BBC News (World) (@BBCWorld) March 15, 2023
Honum var á sínum tíma hrósað fyrir að bjarga lífum eftir að hafa skrifað bréf á fyrstu stigum faraldursins, sem stjórnvöld í Kína höfðu talað niður. Jiang þurfti á einum tímapunkti að sitja í stofufangelsi fyrir að greina frá skoðunum sínum.
Sars smitaði næstum átta þúsund manns víðs vegar um heiminn árið 2003. Þar af létust 774, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.