Kínverskur uppljóstrari látinn

Fólk með grímur gengur út af lestarstöð í Peking, höfuðborg …
Fólk með grímur gengur út af lestarstöð í Peking, höfuðborg Kína, fyrr á árinu. AFP/Wang Zhao

Jiang Yanyong, fyrr­ver­andi skurðlækn­ir í hern­um sem ljóstraði upp um til­raun­ir kín­verskra stjórn­valda til að þegja um Sars-far­ald­ur­inn árið 2003, er lát­inn, 91 árs gam­all.

Jiang lést af völd­um lunga­bólgu í Pek­ing, höfuðborg Kína, á laug­ar­dag­inn, að því er BBC greindi frá.

Hon­um var á sín­um tíma hrósað fyr­ir að bjarga líf­um eft­ir að hafa skrifað bréf á fyrstu stig­um far­ald­urs­ins, sem stjórn­völd í Kína höfðu talað niður. Jiang þurfti á ein­um tíma­punkti að sitja í stofufang­elsi fyr­ir að greina frá skoðunum sín­um.

Sars smitaði næst­um átta þúsund manns víðs veg­ar um heim­inn árið 2003. Þar af lét­ust 774, að sögn Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka