Segir Pútín vilja færa stríðið á breiðara svið

Oleksí Danilov.
Oleksí Danilov. AFP/Sergei Supinskí

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, saka Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að reyna að færa stríðið í Úkraínu á breiðara svið.

Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að rússneskar herþotur hefðu stöðvað bandarískan dróna yfir Svartahafi sem olli því að hann hrapaði til jarðar.

„Atvikið með bandaríska drónann MQ-9 Reaper sem Rússar ögruðu yfir Svartahafi sýnir að Pútín er tilbúinn til að víkka út deiluna og fá fleiri að borðinu. Tilgangurinn með þessu athæfi er að auka hættustigið,“ sagði Oleksí Danilov, ráðherra þjóðaröryggis- og varnarmála í Úkraínu á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert