Forseti Finnlands, Sauli Niinisto, tilkynnti í dag að Tyrkland muni samþykkja umsókn Finnlands um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Forsetinn mun heimsækja Tyrkland á föstudag þegar ákvörðunin verður tilkynnt.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gaf í skyn fyrr í dag að hann myndi gefa Finnlandi grænt ljóst á inngöngu í bandalagið og sagðist ætla að standa við loforð sitt.
Svíþjóð og Finnland sóttu um aðild að NATO á síðasta ári en stjórnvöld í Tyrklandi hafa sett sig upp á móti því að Svíar fá inngöngu.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að líkurnar á því að Finnland gangi í NATO á undan Svíþjóð hefðu aukist á undanförnum vikum.
„Ég mun halda áfram vinnu minni við að styðja sænska aðild að NATO,“ sagði Niinisto og bætti við að hann hefði rætt málið við Kristersson.