Tæplega þrjú hundruð hafa látið lífið vegna Freddy

Eyðileggingin er mikil í Blantyre.
Eyðileggingin er mikil í Blantyre. AFP/AMOS GUMULIRA

Meira en 270 manns hafa nú látið lífið sam­an­lagt í Mósam­bík, Mala­ví og Madaga­sk­ar eft­ir að felli­byl­ur­inn Fred­dy reið þar yfir í annað sinn. Þá eru 707 særðir vegna hans og 41 týnd­ur.

Mik­il rign­ing, flóð og aur­skriður hafa fylgt felli­byln­um og eyðilagt heim­ili, brýr og vegi. Ein stærsta borg Mala­ví, Blantyre hef­ur komið einna verst út út felli­byln­um.   

Viðbragðsaðilar í Mala­ví sinna nú björg­un­araðgerðum en þó að þúsund­um hafi verið bjargað reyn­ist erfitt að hjálpa þúsund­um til viðbót­ar. Meðal ann­ars vegna raf­magns­leys­is í land­inu.

Reu­ters grein­ir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert