Helmingur sölunnar dugir fyrir hreinu vatni á heimsvísu

Á hverju ári eru framleiddar yfir 600 milljónir plastflaska.
Á hverju ári eru framleiddar yfir 600 milljónir plastflaska. AFP

Helm­ing­ur þess fjár­magns sem varið er til kaupa á vatni í flösk­um í heim­in­um ætti að nægja til að út­vega fólki á heimsvísu aðgengi að hreinu krana­vatni. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn há­skóla á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, United Nati­ons Uni­versity Institu­te for Water, En­vironment and Health.

Þar er einnig tekið fram að það muni auk þess draga veru­lega úr plastúr­gangi ef fólk hef­ur betra aðgengi að hreinu vatni beint úr kran­an­um, en talið er að um 85% allra plast­flaskna endi sína ævi í land­fyll­ing­um. 

Skýrslu­höf­und­ar, sem eru kanadísk­ir, benda enn frem­ur á þann mis­skiln­ing sem virðist ríkja varðandi ör­yggi og gæði bæði krana- og flösku­vatns, sem hef­ur mikið að segja um hvað fólk vel­ur á end­an­um. 

Ekki er allt sem sýn­ist

„Heilsu­lega séð tel­ur fólk að flösku­vatn sé betri kost­ur­inn,“ seg­ir Zeineb Bou­hlel, sem fór fyr­ir rann­sókn­inni, í sam­tali við AFP.

„Við höf­um aft­ur á móti sýnt fram á að þetta sé ekki alltaf endi­lega rétt, og að fólk sé að greiða mun meira fyr­ir flösku­vatn, allt frá 150 til 1.000 sinn­um hærra verð borið sam­an við einn lítra af krana­vatni,“ seg­ir hún. 

Bent er á það í rann­sókn­inni að meng­andi efni hafi fund­ist í mörg hundruð teg­und­um flösku­vatns í yfir 40 lönd­um. Oft er magnið sem finnst vel yfir alþjóðleg­um viðmiðum. 

Gríðarleg aukn­ing

Und­an­far­inn ára­tug hef­ur sala á flösku­vatni auk­ist um 73%, eða sem nem­ur um 350 millj­örðum lítra. 

Árlega eru fram­leidd­ar um 600 millj­ón­ir plastaflaskna sem sam­svar­ar um það bil 25 millj­ón­um tonna af plastúr­gangi. 

Íbúar á norður­hveli jarðar eiga það frem­ur til að kaupa vatn í flösk­um, m.a. vegna þess að fólk tel­ur að flösku­vatn sé heil­næm­ara og bragðbetra held­ur en krana­vatn. Á suður­hveli jarðar er helsta ástæðan fyr­ir því að fólk vel­ur flösk­urn­ar fram yfir kran­ann sú að aðgengi að hreinu krana­vatni er víða ábóta­vant. 

Víða pott­ur brot­inn

Þá kem­ur fram í skýrsl­unni að víða sé pott­ur brot­inn hvað varðar eft­ir­lit með þess­um iðnaði, þar sem lög­gjaf­inn hafi átt erfitt með að fylgja eft­ir þeim mikla hraða og öra vexti sem hafi átt sér stað í fram­leiðslu á flösku­vatni. 

Bent hef­ur verið á ýmis atriði sem beri að var­ast, m.a. að fólk sé ekki að sækja í grunn­vatn án nokk­urs kon­ar reglu­verks eða stýr­ing­ar. Það gæti á end­an­um leitt til þess að vatns­ból tæm­ist. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka