Stríðsglæpur að nema börn á brott

Norski dómarinn Erik Mose ræddi við blaðamenn á fundi í …
Norski dómarinn Erik Mose ræddi við blaðamenn á fundi í Genf í Sviss í dag, þar sem hann upplýsti um helstu niðurstöður nefndarinnar. AFP

Hóp­ur rann­sak­enda á veg­um Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að aðgerðir rúss­neskra stjórn­valda við flytja úkraínsk börn með valdi og úr landi til rúss­neskra yf­ir­ráðasvæða jafn­gildi stríðsglæp­um. Þeir segja enn frem­ur að Rúss­ar hafi gerst mögu­lega sek­ir um glæpi gegn mann­kyni. 

Mann­rétt­indaráð SÞ setti hóp­inn á lagg­irn­ar fyr­ir einu ári til að rann­saka þau fjöl­mörgu mann­rétt­inda­brot sem Rúss­ar eru sakaðir um í Úkraínu frá því þeir réðust inn í landið í fe­brú­ar í fyrra. Hóp­ur­inn, sem er þriggja mana sem norski dóm­ar­inn Erik Mose leiðir, hef­ur nú skilað sinni fyrstu skýrslu og þar er tekið skýrt fram að mörg brot­anna telj­ist vera stríðsglæp­ir, og er m.a. lögð sér­stök áherslu á brott­flutn­ing barna frá Úkraínu til Rúss­lands. 

Yfir 16.000 börn num­in brott

Í lok fe­brú­ar var búið að nema 16.221 barn á brott frá Úkraínu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá úkraínsk­um stjórn­völd­um. 

Rann­sak­end­urn­ir taka fram að þeir hafi ekki náð að fá þessa tölu end­an­lega staðfesta. Þeir benda á að rúss­nesk­ir emb­ætt­is­menn hafi gripið til ým­issa aðgerða við þenn­an flutn­ing, m.a. til að flytja börn­in á stofn­an­ir fyr­ir börn eða fóst­ur­heim­ili og gefið þeim rúss­neskt rík­is­fang. 

Stríðandi fylkingar mega ekki nema börn á brott.
Stríðandi fylk­ing­ar mega ekki nema börn á brott. AFP

Í skýrsl­unni er vísað til til­skip­un­ar sem Vla­dímír Pútín Rúss­lands­for­seti und­ir­ritaði sem auðveldaði ferlið við að út­vega hluta barn­anna rúss­nesk­an rík­is­borg­ara­rétt. 

Nefnd­in seg­ir að sam­kvæmt alþjóðleg­um mann­rétt­inda­lög­um þá sé óheim­ilt fyr­ir þá sem taka þátt í stríðsátök­um að flytja börn á brott með þess­um hætti, nema í ör­fá­um und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. 

Tek­in með valdi

Rann­sak­end­urn­ir segja einnig frá því að þeir hafi farið ít­ar­lega yfir nokk­ur at­vik sem tengj­ast brott­flutn­ingi á 164 börn­um, sem eru á aldr­in­um fjög­urra ára til átján ára, frá héruðunum Do­netsk, Karkív og Ker­son. 

Í nefndinni eiga sæti þau Jasminka Dzumhur, Erik Mose, sem …
Í nefnd­inni eiga sæti þau Jasminka Dzum­h­ur, Erik Mose, sem er formaður, og Pablo de Greiff. AFP

Þeir segja frá vitn­is­b­urði for­eldra og barna um að börn­in brott­numdu hafi fengið upp­lýs­ing­ar frá starfs­fólki hjá rúss­neskri fé­lagsþjón­ustu um að börn­in myndu fara til fóst­ur­fjöl­skyldu eða verða ætt­leidd. Börn­in hafi enn frem­ur lýst yfir mikl­um ótta og áhyggj­um yfir því að fá aldrei að hitta fjöl­skyld­ur sín­ar aft­ur. 

Kerf­is­bund­in og ít­rekuð of­beld­is­verk

Þá er farið yfir ýmis önn­ur brot Rússa í Úkraínu sem einnig telj­ist vera stríðsglæp­ir. Meðal ann­ars ít­rekaðar árás­ir á al­menna borg­ara og innviði, morð, pynt­ing­ar nauðgan­ir og önn­ur kyn­ferðis­brot. 

Nefnd­in seg­ir jafn­framt að stjórn­völd í Moskvu gæti mögu­lega borið ábyrgð á enn al­var­legri glæp­um gegn mann­kyni. Þá er vísað á fjöl­marg­ar árás­ir sem Rúss­ar hafa gert á orku­innviði lands­ins sem hóf­ust í októ­ber. Nefnd­ar­menn leggja til að þau mál verði rann­sökuð sér­stak­lega. 

Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir í rúmt ár.
Stríðið í Úkraínu hef­ur staðið yfir í rúmt ár. AFP

Einnig er vísað til kerf­is­bund­inna of­beld­is­verka, s.s. pynt­inga og ómannúðlega meðferð af hálfu rúss­neskra yf­ir­valda, á svæðum sem þau ráða yfir. Þau eru m.a. sökuð um að gefa raf­lost í kyn­færi, láta fanga hanga úr lofti með hend­ur bundn­ar fyr­ir aft­an bak, kæfa fólk með plast­poka, nauðgan­ir og annað kyn­ferðisof­beldi. 

Í skýrsl­unni seg­ir að rúss­nesk stjórn­völd hafi ít­rekað beitt pynt­ing­um á kerf­is­bund­inn máta og að slíkt sé glæp­ur gegn mann­kyni. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka