Mænusótt greinist í Búrúndí

Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem getur …
Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem getur lagst á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. AFP

Búrúndí hefur tilkynnt að mænusóttarfaraldur gangi nú yfir í landinu en fyrir nýleg smit hafði ekki greinst smit í landinu í þrjá áratugi.

Fjögurra ára óbólusettur búrúndískur drengur greindist með veiruna, auk tveggja annarra barna sem komust í snertingu við hann. Þar að auki fundust fimm dæmi um veiruna í frárennslisvatni. Þetta staðfestir Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO), en í tilkynningu frá WHO kemur fram að átta tilfelli af mænusóttarveirunni hafi fundist í landinu.

Mænusótt eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem getur lagst á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Börn, nýburar og óbólusettir aðilar eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum.

Matshidiso Moet, svæðisstjórnandi WHO í Afríku, segir í yfirlýsingunni að skjót viðbrögð Búrúndí sýni fram á árangur í sjúkdómaeftirliti landsins.

„Við styðjum fyrirhafnir þjóðarinnar um að auka bólusetningar gegn mænusótt, til þess að tryggja það að ekki verði litið fram hjá neinu barni þannig að það standi frammi fyrir veiklandi áhrifum mænusóttar.“ segir Moet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert