Pútín í óvænta heimsókn á Krímskaga

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, gerði sér ferð til Sevastopol við Svartahaf …
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, gerði sér ferð til Sevastopol við Svartahaf í dag. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, fór í óvænta heimsókn á Krímskaga í dag. Níu ár eru síðan Rússar hertóku skagann, sem áður tilheyrði Úkraínu.

Pútín var fylgt um skagann af ríkisstjóra á svæðinu, Mikhail Razvozhayev, en þeir heimsóttu listaskóla nokkurn í borginni Sevastopol.

„Dagur endurfunda“

Yfirvöld í Kreml hafa kallað daginn „Dag endurfunda Krímskaga og Rússlands“ og skipulagt viðamikil hátíðarhöld vegna þess síðustu ár.

Razvozhayev hældi Pútín sérstaklega í skilaboðum á Telegram í dag.

„Forsetinn okkar kann svo sannarlega að koma skemmtilega á óvart,“ sagði Razvozhayev, sem hafði gert ráð fyrir því að Pútín myndi ávarpa samkomuna í gegnum fjarfundarbúnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert