Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í Frakklandi

Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron Frakklandsforseta fer fram í franska þinginu í dag. 

Tillagan var lögð fram í kjöl­far þess að frum­varp Macron um hækk­un eft­ir­launa­ald­urs var þvingað í lög án at­kvæðagreiðslu þings­ins á fimmtudag.

Bandamenn Macron eru í minnihluta í neðri deild franska þingsins og því er möguleiki á að tillagan verði samþykkt. Atkvæðagreiðslan hefst klukkan 16 á íslenskum tíma.

Mikil mótmæli brutust út í Frakklandi eftir lagasetninguna, en með henni er eftirlaunaaldur hækkaður úr 62 ára upp í 64 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert