Lög samþykkt sem leyfa aftökur með aftökusveit

Aftaka framkvæmd af aftökusveit er leyfð í fjórum öðrum ríkjum …
Aftaka framkvæmd af aftökusveit er leyfð í fjórum öðrum ríkjum Bandaríkjanna utan Idaho. Þetta eru Utah, Oklahoma, Mississippi og Suður-Karólína. AFP/Patrick T. Fallon

Fangar sem fengið hafa dauðarefsingu í Idaho-ríki í Bandaríkjunum gætu verið teknir af lífi af aftökusveit ef banvænar sprautur fást ekki til. Frumvarp þess efnis var samþykkt á þinginu í ríkinu með 24 atkvæðum gegn 11.

Lögin þurfa að vera undirrituð af ríkisstjóra Idaho til þess að þau öðlist gildi.

Aftaka framkvæmd af aftökusveit er leyfð í fjórum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, Utah, Oklahoma, Mississippi og Suður-Karólínu en þrír einstaklingar hafa verið teknir af lífi með þessum hætti í landinu frá árinu 1976.

Skortur á banvænum sprautum

Ríki Bandaríkjanna þar sem dauðarefsing er við lýði hafa átt í miklum erfiðleikum með að verða sér út um efnið sem notað er í banvænum sprautum.

Er það vegna þess að lyfjafyrirtæki vilja síður vera bendluð við aftökurnar.

Aftaka af aftökusveit myndi einungis eiga sér stað í Idaho ef ekki yrði hægt að nota banvæna sprautu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert