Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar felld

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP/Christophe Petit Tesson/Pool

Franska þingið hef­ur fellt van­traust­stil­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­ar gegn rík­is­stjórn Emm­anu­el Macron.

Til­lag­an var lögð fram í kjöl­far þess að hækk­un eft­ir­launa­ald­urs úr 62 árum í 64 varð að lög­um á fimmtu­dag án þess að þingið hefði kosið um laga­breyt­ing­una. 

Til þess að koma mál­inu í gegn án at­kvæðagreiðslu þings­ins nýtti Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, 49. grein stjórn­ar­skrár lands­ins. 

Frum­varp um hækk­un eft­ir­launa­ald­urs­ins hef­ur verið mikið í umræðunni í Frakklandi og hafa verk­föll vegna þess geisað síðustu mánuði. Vegna verk­fall­anna hef­ur rusl safn­ast upp á göt­um Par­ís­ar og eld­ar verið kveikt­ir víða. 

Tugþúsund­ir hafa mót­mælt frum­varp­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert