Vissi ekki að verið væri að brjóta lög

Bor­is John­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands.
Bor­is John­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP/Leon Neal

Bor­is John­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir eng­inn gögn sýna fram á að hann hafi fengið viðvör­un í sam­bandi við veislu­höld í Down­ingstræti á meðan ströng sótt­varn­ar­lög voru í gildi í land­inu. 

Í 52 blaðsíðna yf­ir­lýs­ingu John­son, sem send var á breska þing­nefnd og hef­ur nú verið gerð op­in­ber, viður­kenn­ir John­son að hann hafi af­vega­leitt þingið með því að segja að öll­um regl­um og fyr­ir­mæl­um hafi verið fylgt eft­ir er af­mæl­is­veisla hans var hald­inn í Down­ingstræti árið 2020. 

„En þegar að þær yf­ir­lýs­ing­ar voru gerðar, þá voru þær sett­ar fram í góðri trú og á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem ég hafði á þeim tíma,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu John­son. 

Yf­ir­lýs­ing­in hefst þó á því að hann seg­ist bera alla ábyrgð á því sem gerðist í Down­ingstræti á meðan hann gegndi embætti for­sæt­is­ráðherra. 

Brot á regl­um ekki „aug­ljós“

Í bráðabirgðaskýrslu, sem var birt fyrr í þess­um mánuði í kjöl­far átta mánaða vinnu, seg­ir þing­nefnd­in að þau gögn sem hún hafi und­ir hönd­um grafi und­an þeim full­yrðing­um John­sons fyr­ir fullttrúa­deild þings­ins að hann sé blásak­laus.

Þá seg­ir að gögn bendi enn frem­ur til þess að full­trúa­deild þings­ins hafi í nokk­ur skipti verið af­vega­leidd.

John­son seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að nefnd­in geri ráð fyr­ir að það hafi átt að vera „aug­ljóst“ að ekki væri verið að fylgja eft­ir regl­um með veislu­höld­un­um. Þá seg­ir hann að starfs­fólk í Down­ingstræti sem nefnd­in ræddi við hafi einnig ekki vitað að verið væri að brjóta sótt­varn­ar­lög. Því hefði málið ekki verið „aug­ljóst“.

Í yf­ir­lýs­ingu þing­nefnd­ar­inn­ar, sem gef­in var út í kjöl­far þess að yf­ir­lýs­ing John­son var op­in­beruð, seg­ir að eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar séu í yf­ir­lýs­ingu fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherr­ans. 

John­son mun mæta á op­inn fund þing­nefnd­ar­inn­ar klukk­an 14 á morg­un. 

Sjö manna þing­nefnd mun að lok­um taka end­an­lega ákvörðun í mál­inu og ákveða næstu skref. Verði John­son fund­inn sek­ur þá kem­ur til greina að víkja hon­um af þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert