457 handteknir og 441 lögreglumaður særðist

Mótmælandi heldur á skildi sem á stendur „óhlýðni
Mótmælandi heldur á skildi sem á stendur „óhlýðni" í Bordeaux í gær. AFP/Philippe Lopez

457 voru handteknir og 441 lögreglumaður særðist í mótmælum víðsvegar um Frakkland í gær vegna nýrra laga Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um hækkun eftirlaunaaldurs.

Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, greindi frá þessu í samtali við sjónvarpsstöðina CNews í morgun.

Franska lögreglan að störfum í frönsku borginni Bordeaux í gær.
Franska lögreglan að störfum í frönsku borginni Bordeaux í gær. AFP/Philippe Lopez

903 eldar voru kveiktir á götum Parísar á meðan á mótmælunum stóð, sem eru þau hörðustu síðan þau hófust í janúar.

„Það var mikið um mótmæli og sum þeirra urðu ofbeldisfull, aðallega í París,“ sagði Darmanin.

Hann talaði einnig um að erfitt væri að sætta sig við að lögreglumenn hefðu særst, en hrósaði lögreglunni einnig fyrir að vernda meira en eina milljón manna sem gekk um götur Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert