Gert að hætta eftir að nemendur sáu Davíðsstyttuna

Styttan af Davíð er ein sú frægasta í vestrænni sögu.
Styttan af Davíð er ein sú frægasta í vestrænni sögu. AFP/Max Rossi

Skóla­stjóra í Flórída í Banda­ríkj­un­um hef­ur verið gert að segja upp störf­um eft­ir að for­eldri kvartaði yfir því að nem­end­um í sjötta bekk hefði verið sýnt klám.

Kvört­un­in kom í kjöl­far list­kennslu í skól­an­um þar sem nem­end­um var sýnd Davíðsstytt­an eft­ir Michelang­elo. Stytt­an, sem er ein sú fræg­asta í vest­rænni sögu, sýn­ir nak­inn Davíð, per­sónu úr biblí­unni sem drep­ur ris­ann Golí­at.

For­eldri barns taldi að efnið væri klám­fengið og tvö önn­ur sögðust hafa viljað vita af kennslu­stund­inni áður en hún fór fram. Í tím­an­um var einnig minnst á „Sköp­un Adams“, mál­verk Michelang­elo, og „Fæðingu Venus­ar“ eft­ir Botticelli, að því er BBC grein­ir frá.

Skóla­stjór­inn Hope Carra­saquilla til­kynnti að hún hefði sagt upp störf­um eft­ir að hafa fengið boð um að segja af sér eða vera rek­in. Hún hafði gegnt starf­inu í minna en eitt ár.

Al­var­leg mis­tök

Stjórn­ar­formaður skól­ans, Barney Bis­hop, sagði að skóla­stjór­inn hefði í fyrra sent for­eldr­um til­kynn­ingu þar sem varað var við því að nem­end­um yrði sýnd stytt­an af Davíð, en að slík til­kynn­ing hefði ekki verið send í ár. Um al­var­leg mis­tök væri að ræða þar sem for­eldr­ar ættu rétt á að vita hvenær börn­um þeirra væri kennt um­deilt efni.

„Við ætl­um ekki að sýna leik­skóla­börn­um alla stytt­una af Davíð. Við ætl­um ekki að sýna hana nem­end­um í öðrum bekk. Það að sjá stytt­una af Davíð er viðeig­andi á ein­hverj­um aldri. Við ætl­um að finna út úr því hvenær svo er,“ sagði Bis­hop.

Rík­is­stjóri Flórída, Ron DeS­ant­is, til­kynnti á fimmtu­dag að til stæði að herða lög sem banna op­in­ber­um skól­um að kenna kyn­fræðslu og kyn­vit­und. Kenn­ar­ar sem brjóta lög­in standa frammi fyr­ir því að verða vikið úr starfi eða missa kennslu­rétt­indi sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka